145. löggjafarþing — 58. fundur,  18. des. 2015.

Seðlabanki Íslands.

420. mál
[22:35]
Horfa

Össur Skarphéðinsson (Sf) (andsvar):

Herra forseti. Í snöggu bragði, ég er þakklátur hv. þingmanni fyrir það að vilja gefa gaum að þeim athugasemdum sem ég gerði um aðkomu þingsins í gegnum efnahags- og viðskiptanefnd. Að því er varðar hið síðara mál er það kannski tæknilegri spurning, en ég hallast að því í fyrsta lagi að segja afdráttarlaust já við því að við eigum að læra af reynslu okkar frá fyrri árum þegar við vorum að sigla út úr kreppunni. Dæmið af Dróma er auðvitað óskaplegt og hræðilegt. Ég held að við eigum að reyna að læra af því. En ég treysti hv. formanni nefndarinnar allra manna best til að fara með sín röntgenaugu á það og leggja til við nefndina, eftir að hafa kynnt sér söguna og reynsluna, með hvaða hætti væri best að haga þeim málum.