145. löggjafarþing — 58. fundur,  18. des. 2015.

fullgilding bókunar við samning Sameinuðu þjóðanna gegn pyndingum (OPCAT).

6. mál
[22:42]
Horfa

Össur Skarphéðinsson (Sf) (andsvar):

Herra forseti. Ég vil bara nota rétt minn til að gera athugasemd til þess að greina frá því að þrátt fyrir að ég hafi verið fjarverandi af óviðráðanlegum ástæðum þegar málið var afgreitt frá nefndinni þá styð ég það fullkomlega. Það gerir Samfylkingin öll. Sömuleiðis vil ég nota þetta erindi mitt í ræðustól til þess að þakka hv. þm. Birgittu Jónsdóttur, kafteini og þingskáldi Pírata, fyrir það frumkvæði sem hún hafði að þessu máli með því að flytja þingsályktunartillöguna sem er nú senn að leiða til þess að við, þrettán árum eftir að samningurinn var gerður af hálfu Sameinuðu þjóðanna, erum loksins að ráðast í þetta skref okkar.