145. löggjafarþing — 59. fundur,  19. des. 2015.

fjáraukalög 2015.

304. mál
[10:35]
Horfa

Vigdís Hauksdóttir (F) (um atkvæðagreiðslu):

Virðulegi forseti. Hér göngum við til atkvæða um frumvarp til fjáraukalaga. Þess ber að geta að meiri hluti fjárlaganefndar leggur ekki til breytingar við frumvarpið milli 2. og 3. umr. Það kemur því óbreytt til atkvæðagreiðslu af hálfu meiri hlutans og þingskjalið er hér. Frumvarpið þannig breytt liggur frammi á lesstofu og við leggjum til að á því verði ekki gerðar breytingar.