145. löggjafarþing — 59. fundur,  19. des. 2015.

fjáraukalög 2015.

304. mál
[10:36]
Horfa

Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir (Vg) (um atkvæðagreiðslu):

Herra forseti. Hér eru ekki gerðar breytingar af hálfu stjórnarliða eins og kom fram en við í minni hlutanum gerum svo sannarlega tillögu og aðra atrennu að því að fá bætt úr kjörum aldraðra og öryrkja í þeirri von að stjórnin sjái að sér. Eins og hér var rakið áðan er alveg augljóst að það er mikill skoðanaágreiningur um það hvernig prósentutalan er reiknuð gagnvart öryrkjum og eldri borgurum sem standa ekki jafnfætis eða fá meira í vasann eins og kemur fram í minnisblaði frá fjármálaráðuneytinu. Ég trúi því einlæglega ekki að stjórnarliðar hér í þingsal trúi því að öryrkjar og eldri borgarar fái meira í vasann en lægst launaða fólkið í landinu sem er þó allt of illa launað.

Virðulegi þingheimur. Þið hafið hér annað tækifæri.