145. löggjafarþing — 59. fundur,  19. des. 2015.

opinber fjármál.

148. mál
[10:57]
Horfa

Katrín Jakobsdóttir (Vg) (um atkvæðagreiðslu):

Herra forseti. Eins og fram kom í umræðum um þetta mál tel ég að minnsta kosti margt ágætt í því en hins vegar eru á því stórir grundvallargallar og vísa ég þá sérstaklega til 7. gr. og þeirrar hægri sinnuðu efnahagsstefnu sem verður í raun lögfest með því að samþykkja þetta frumvarp. Það er ástæðan fyrir því að við þingmenn Vinstri hreyfingarinnar – græns framboðs munum ekki styðja málið. Við teljum ekki eðlilegt að með þessum hætti sé pólitísk efnahagsstefna fest í lög og munu þingmenn okkar ýmist sitja hjá við atkvæðagreiðsluna eða leggjast gegn málinu.