145. löggjafarþing — 59. fundur,  19. des. 2015.

opinber fjármál.

148. mál
[10:59]
Horfa

Óttarr Proppé (Bf) (um atkvæðagreiðslu):

Virðulegur forseti. Þetta frumvarp er í grunninn um betri reglu, agaðri vinnubrögð og langtímahugsun sem er eins og tónlist í eyrum okkar í Bjartri framtíð. Þess vegna styðjum við frumvarpið. Um leið viljum við minna á að það er ekki nóg að setja lög og reglur heldur þarf líka að fara eftir þeim og tileinka sér vinnubrögðin sem frumvarpið kallar eftir. Við höfum gert tilraunir til að aga vinnu við fjárlagagerðina en það hefur sýnt sig aftur til dæmis núna í haust að okkur hefur gengið illa að standa við loforð um bætt vinnubrögð. Það eru ekki stórar breytingar. Þetta eru mjög stórar breytingar þannig að það þarf mikið átak til að standa við þá hugsun sem að baki býr.