145. löggjafarþing — 59. fundur,  19. des. 2015.

opinber fjármál.

148. mál
[11:03]
Horfa

Oddný G. Harðardóttir (Sf) (um atkvæðagreiðslu):

Herra forseti. Ég fagna því að við skulum vera að afgreiða frumvarp um opinber fjármál. Það mun setja okkur vinnureglur, bæði okkur og framkvæmdarvaldinu. Við þurfum að breyta venjum okkar og hefðum og það mun taka á og þess vegna fannst okkur í fjárlaganefnd mikilvægt að reyna að ræða okkur að sameiginlegri niðurstöðu. Það tókst þokkalega en þegar kom að fjármálareglunum, 7. gr. og þeim reglum sem eru í kringum hana, brást samstaðan enda hafði sú regla ekki farið í gegnum það samráðsferli sem hófst í nóvember 2011 eins og hinar greinarnar í frumvarpinu.

En ég fagna þessu og segi líkt og formaður Samfylkingarinnar að 7. gr. verður breytt þegar færi gefst.