145. löggjafarþing — 59. fundur,  19. des. 2015.

fjárlög 2016.

1. mál
[12:22]
Horfa

Frsm. meiri hluta fjárln. (Vigdís Hauksdóttir) (F) (andsvar):

Virðulegi forseti. Þetta færist eins og önnur framlög sem fjárveitingavaldið gerir tillögu um verði þessi tillaga samþykkt. Þetta er tímabundið framlag sem er látið renna til dagskrárgerðar RÚV til að efla íslenska kvikmyndagerð.

Ég fer ekki einu sinni inn á þær brautir að hugleiða hvernig RÚV ætlar að ráðstafa þessum peningum. RÚV fer með dagskrárvaldið. Mér finnst þetta afar jákvætt skref. Í gær kom mjög athyglisverð skýrsla frá iðnaðarráðherra um umfang kvikmyndaiðnaðarins á Íslandi. Þessi iðnaður hér á landi skilar mjög jákvæðum hagrænum áhrifum en það er með þetta eins og öll önnur framlög sem fjárveitingavaldið tekur ákvörðun um, þetta er einskiptisaðgerð og fer bara inn í rekstur RÚV.