145. löggjafarþing — 59. fundur,  19. des. 2015.

fjárlög 2016.

1. mál
[12:28]
Horfa

Frsm. minni hluta fjárln. (Oddný G. Harðardóttir) (Sf) (andsvar):

Herra forseti. Við þurfum að fara yfir þessi praktísku atriði, hvernig þetta verður gert, en eftir stendur vandinn sem er fleiri sjúklingar á spítalanum.

Allar áætlanir Ríkisútvarpsins hafa miðað við fyrirheit ráðherra um óbreytt útvarpsgjald. Hér leggur meiri hlutinn til að 175 millj. kr. verði bætt við þær 450 millj. kr. sem fyrir eru í þennan lið. Er meiri hluti fjárlaganefndar að segja við Ríkisútvarpið að það megi ekki skera niður þennan lið frá því sem er á þessu ári? Það hefur komið fram að Ríkisútvarpið þarf að gera nýjar áætlanir miðað við minni fjárhag og mun auðvitað skera niður framleiðslu á innlendu efni. En er meiri hlutinn að segja að það megi ekki skera niður (Forseti hringir.) þessar 450 sem fyrir eru og að eftir skuli standa 450 milljónir plús 175?