145. löggjafarþing — 59. fundur,  19. des. 2015.

fjárlög 2016.

1. mál
[12:29]
Horfa

Frsm. meiri hluta fjárln. (Vigdís Hauksdóttir) (F) (andsvar):

Virðulegi forseti. Ég þakka þetta andsvar. Við gerum tillögu um 175 milljónir inn í RÚV til að fara með í innlenda dagskrárgerð. Í nefndarálitinu kemur fram að það eru staðreyndir að á yfirstandandi ári sé gert ráð fyrir að keypt verði efni fyrir um 450 milljónir af innlendum aðilum. RÚV hefur að sjálfsögðu alveg svigrúm til að skera niður þar. Ef það þarf að fara í niðurskurð á RÚV finna stjórnendur út úr því en þær milljónir sem við leggjum til fara í innlenda dagskrárgerð því að meginmarkmið RÚV er að sinna íslensku efni. Núna eru til dæmis áherslur á RÚV varðandi innlent barnaefni. Ég er ekki að taka dagskrárvaldið af RÚV en þessar 450 milljónir eru hér notaðar í nefndarálitið til að sýna fram á hvað RÚV stendur sterkt (Forseti hringir.) og sinnir vel því hlutverki að framleiða og kaupa íslenskt efni.