145. löggjafarþing — 59. fundur,  19. des. 2015.

fjárlög 2016.

1. mál
[14:32]
Horfa

Ögmundur Jónasson (Vg) (andsvar):

Hæstv. forseti. Ég fagna þessari yfirlýsingu hæstv. menntamálaráðherra að þjónustusamningur við Ríkisútvarpið komi til umræðu í þinginu áður en frá honum verður gengið. Mig langar til að beina því til hæstv. menntamálaráðherra, þótt hann sé í andsvari við mig þá vil ég snúa þessu við: Hvernig lítur hann á yfirlýsingar forsvarsmanna Ríkisútvarpsins um að sú breyting sem verður á framlaginu á komandi ári til Ríkisútvarpsins muni leiða til samdráttar og uppsagna? Hver er sýn hæstv. menntamálaráðherra á þetta?