145. löggjafarþing — 59. fundur,  19. des. 2015.

fjárlög 2016.

1. mál
[14:34]
Horfa

Ögmundur Jónasson (Vg) (andsvar):

Hæstv. forseti. Það stenst náttúrlega skoðun að það er verið að lækka útvarpsgjaldið, það er verið að lækka gjaldið sem útvarpið fær úr 17.800 kr. á ári í 16.400 kr. Þetta er náttúrlega veruleikinn. Hitt eru aðrir þættir sem hæstv. menntamálaráðherra vísar í, sala á lóð o.s.frv., sem eru miklu óljósari. Við erum að tala um reksturinn. Við erum að tala um framlagið sem fer síðan til þessa reksturs. Og það sem kölluð er viðbót eða viðbótarframlag er í rauninni styrkur til sjálfstæðra framleiðenda á markaði til að framleiða innlent dagskrárefni til sýningar í Ríkisútvarpinu að sönnu. Auðvitað er það ágætt mál í sjálfu sér. En það er fyrst og fremst (Forseti hringir.) styrkur til þeirra fremur en styrkur til Ríkisútvarpsins eða vegna erfiðrar rekstrarstöðu Ríkisútvarpsins.