145. löggjafarþing — 59. fundur,  19. des. 2015.

fjárlög 2016.

1. mál
[14:37]
Horfa

Ögmundur Jónasson (Vg) (andsvar):

Hæstv. forseti. Samanburðartölurnar sem ég hef stuðst við voru hlutfall af landsframleiðslu. Ég hef líka byggt á opinberum gögnum og gögnum frá Alþjóðagjaldeyrissjóðnum að sama skapi og þau sýndu að opinbert framlag til almannatrygginga hefði verið hlutfallslega minnst og síðan koma þessar stofnanir og fjárfestingar sér á báti. Síðan þegar litið er á starfsmannafjöldann þá gæti ég trúað að þetta sé alveg rétt eða kemur alveg heim og saman við minn skilning á þessum málum. Niðurskurður í heilbrigðismálum segir miklu fyrr til sín í starfsmannaþættinum en annars staðar vegna þess að kostnaðurinn við rekstur á heilbrigðisstofnunum er laun að uppistöðu til, þannig að það getur verið. Þetta er spurning um hvaða viðmiðun við notum.