145. löggjafarþing — 59. fundur,  19. des. 2015.

gatnagerðargjald.

403. mál
[16:14]
Horfa

Frsm. um.- og samgn. (Höskuldur Þórhallsson) (F):

Virðulegi forseti. Ég mæli fyrir nefndaráliti um frumvarp til laga um breytingu á lögum um gatnagerðargjald, nr. 153/2006, með síðari breytingum (B-gatnagerðargjald), frá umhverfis- og samgöngunefnd.

Nefndin hefur fjallað um málið og fengið á sinn fund Ólaf Hjörleifsson frá innanríkisráðuneyti.

Með frumvarpinu er lagt til að ákvæði til bráðabirgða í lögum um gatnagerðargjald, nr. 153/2006, sem felur í sér heimild sveitarfélaga til að leggja á svokallað B-gatnagerðargjald, verði framlengt til loka árs 2017 þar sem enn eru sveitarfélög sem hafa ekki lokið lagningu bundins slitlags á eldri götur sem heimilt er að fjármagna með álagningu gjaldsins. Nefndin fellst á þær röksemdir sem fram koma í athugasemdum við frumvarpið en gerir athugasemdir við hversu seint málið kom til umfjöllunar nefndarinnar enda ljóst í töluverðan tíma að framlengja þyrfti heimildina.

Að framangreindum sjónarmiðum virtum leggur nefndin til að frumvarpið verði samþykkt óbreytt.

Ásta Guðrún Helgadóttir var fjarverandi við afgreiðslu málsins.

Undir álitið rita: Höskuldur Þórhallsson, formaður og framsögumaður nefndarálitsins, Katrín Júlíusdóttir, Haraldur Einarsson, Birgir Ármannsson, Elín Hirst, Róbert Marshall, Svandís Svavarsdóttir og Vilhjálmur Árnason.