145. löggjafarþing — 59. fundur,  19. des. 2015.

fjárlög 2016.

1. mál
[16:58]
Horfa

Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir (Vg) (um atkvæðagreiðslu):

Herra forseti. Ég vil líka þakka samstarfsfólki mínu og nefndarriturum fjárlaganefndar fyrir samstarfið í vetur sem er búið að vera nokkuð þétt og á köflum svolítið strembið, en hér tökumst við á um grundvallarhugmyndir í pólitíkinni, vinstrið og hægrið. Kökunni er ekki rétt skipt, forgangsröðunin er ekki rétt, ráðstöfun skatttekna beinist að stórum hluta að þeim sem betra hafa það í samfélaginu á kostnað þeirra sem lægri tekjur hafa. Breytingin á tekjuskattskerfinu er þar gott dæmi í átt til ójöfnuðar. Efnahagsbatinn og stöðugleikinn er á kostnað þeirra sem minna hafa, eldri borgara, öryrkja og annars láglaunafólks.

Mér þykja þetta kaldar kveðjur til þessara hópa og ég vonast svo sannarlega til þess að það eina tækifæri sem hér er eftir áður en fjárlögum verður lokað (Forseti hringir.) nýti þingmeirihlutinn sér vel.