145. löggjafarþing — 59. fundur,  19. des. 2015.

fjárlög 2016.

1. mál
[16:59]
Horfa

Brynhildur Pétursdóttir (Bf) (um atkvæðagreiðslu):

Virðulegi forseti. Það er hlutverk okkar hér þegar betur árar í þjóðfélaginu að lyfta upp úr fátækt þeim hópum sem verst hafa það. Staðreyndin er sú að þó að við búum ágætlega á Íslandi eru hópar sem búa við allt of léleg kjör.

Mig langar líka aðeins að gagnrýna vinnubrögðin við fjárlögin. Gríðarlegur fjöldi af breytingartillögum kom inn allt fram á síðasta dag. Þessi vinnubrögð eru ekki vitnisburður um aga eða skýra stefnu stjórnvalda.