145. löggjafarþing — 59. fundur,  19. des. 2015.

fjárlög 2016.

1. mál
[17:28]
Horfa

Höskuldur Þórhallsson (F):

Virðulegi forseti. Hér er verið að bæta í Jöfnunarsjóð sveitarfélaga. Rótin er sú að þjónusta við fatlað fólk fluttist frá ríki til sveitarfélaga. Ég kveð mér aðallega hljóðs til að hvetja þingmenn til að standa vörð um jöfnunarsjóðinn. Hann er fyrst og fremst ætlaður til að koma til móts við minni sveitarfélög sem eiga ekki eins mikla möguleika á að afla sér tekna og það er mjög mikilvægt að þannig verði áfram. Ég mun berjast gegn öllum tilburðum til að því fyrirkomulagi verð breytt.

Ég styð þetta.