145. löggjafarþing — 59. fundur,  19. des. 2015.

fjárlög 2016.

1. mál
[17:33]
Horfa

Birgitta Jónsdóttir (P):

Forseti. Mig langar að vísa í orð Marinós Gunnars Njálssonar sem skrifaði merkilegan pistil á Facebook í dag. Hann segir:

„Fólk er á lágmarkslaunum í mesta lagi í nokkra mánuði, hámark sex mánuði. Eftir það færist viðkomandi upp í næsta launaflokk. Síðan heldur einstaklingurinn áfram að hækka í launum allan sinn starfsaldur og með aukinni menntun. Það gera lífeyrisþegar ekki. Þeir eru fastir í „lægri en lægstu laun“-lífeyristaxtanum allt frá því þeir byrja á lífeyri og þar til þeir detta út af honum, oftast við andlát.“

Höfum það hugfast, kæru þingmenn.