145. löggjafarþing — 59. fundur,  19. des. 2015.

fjárlög 2016.

1. mál
[17:40]
Horfa

Árni Páll Árnason (Sf):

Virðulegi forseti. Það er vel að leggja fé í viðhald á Landspítalanum en þetta dugar hvergi nærri til þeirra brýnu verkefna sem þar bíða. Hið sama á við um milljarðinn sem ætlað er að fari í ný öldrunarúrræði til að taka á fráflæðisvanda frá Landspítalanum. Við höfum áður lagt fram alvörutillögu um úrbætur fyrir Landspítalann og að henni felldri sitjum við hjá við þessa afgreiðslu. Ríkisstjórnin mætir ekki brýnum þörfum Landspítalans. Eftir stendur áfram óleystur rekstrarvandi og galli í fjármögnunarfyrirkomulagi Landspítalans sem mun viðhalda óvissu um reksturinn allt næsta ár og gera hann erfiðari en vera þyrfti.