145. löggjafarþing — 59. fundur,  19. des. 2015.

fjárlög 2016.

1. mál
[17:50]
Horfa

Guðlaugur Þór Þórðarson (S):

Virðulegi forseti. Það er ekkert samræmi í því að tala um að vilja styrkja heilbrigðisþjónustuna og greiða síðan ekki atkvæði með tillögum um að styrkja hana fjárhagslega. Það er heldur ekki sannfærandi að hlusta á aðila sem forgangsröðuðu eins og þeir gerðu á síðasta kjörtímabili og segja síðan að þeir hafi mikinn hug á að styrkja heilbrigðisþjónustuna. (Gripið fram í.) Ég vek athygli á því að enginn forstöðumaður Landspítalans, ég fullyrði það, sagði á síðasta kjörtímabili i: Skerið bara almennilega niður hjá okkur en setjið peninga frekar í umhverfismál og utanríkismál. Það var enginn sem gerði það. (Gripið fram í.)

Þegar hingað koma menn sem voru búnir að skera hlutfallslega mest niður í heilbrigðismálum, bæta í aðra málaflokka og þykjast vera svo ofsalega miklir stuðningsmenn heilbrigðisþjónustunnar (Gripið fram í.) stenst það ekki neina skoðun, allra síst (Forseti hringir.) þegar þeir greiða ekki einu sinni atkvæði með tillögunni.