145. löggjafarþing — 59. fundur,  19. des. 2015.

fjárlög 2016.

1. mál
[17:51]
Horfa

Silja Dögg Gunnarsdóttir (F):

Virðulegi forseti. Ég er afar ánægð að sjá þessa breytingartillögu meiri hluta fjárlaganefndar. Hið sama gildir um forstjóra Landspítalans, Pál Matthíasson, hann fagnar sömuleiðis í viðtali við visir.is í dag þessari viðbót upp á 1 þús. milljónir til Landspítalans.

Auðvitað er aldrei nóg gert en ég verð að segja fyrir mig að mér finnst að stjórnarandstaðan ætti að sýna í verki að hún styðji áframhaldandi uppbyggingu heilbrigðiskerfisins og greiða atkvæði með þessari góðu tillögu.

Við erum öll sammála um að við þurfum að bæta heilbrigðiskerfið. Það hefur margoft komið fram í þessum sal. Við getum alltaf gert betur en nú er tími til að sýna í verki samhug okkar þingmanna þvert á alla flokka og segja já við þessari tillögu. Það ætla ég að gera.