145. löggjafarþing — 59. fundur,  19. des. 2015.

fjárlög 2016.

1. mál
[18:01]
Horfa

Oddný G. Harðardóttir (Sf):

Herra forseti. Við erum sannarlega að taka hér inn ýmsa liði vegna stöðugleikaframlags en svo skynsamlega var frá því gengið í mars 2012 að samþykkt voru hér lög af þáverandi meiri hluta sem komu þrotabúunum undir gjaldeyrishöftin. Þess vegna getum við gert þetta hér, en því miður var Sjálfstæðisflokkurinn á móti þeirri aðgerð og þeir framsóknarmenn sem voru í salnum sátu hjá. Það var ekki mjög skynsamlegt. [Kliður í þingsal.]