145. löggjafarþing — 60. fundur,  19. des. 2015.

veiting ríkisborgararéttar.

454. mál
[18:35]
Horfa

Frsm. allsh.- og menntmn. (Unnur Brá Konráðsdóttir) (S):

Hæstv. forseti. Ég mæli fyrir frumvarpi til laga um veitingu ríkisborgararéttar eins og hefðbundið er í desembermánuði. Allsherjar- og menntamálanefnd leggur til að 49 einstaklingum verði veittur ríkisborgararéttur. Okkur bárust 64 umsóknir og niðurstaða nefndarinnar er að leggja fram þetta frumvarp. Ég tek fram að ákvarðanir Alþingis um veitingu ríkisborgararéttar eru ekki fordæmisgefandi.