145. löggjafarþing — 60. fundur,  19. des. 2015.

ýmsar forsendur fjárlagafrumvarps 2016.

2. mál
[18:47]
Horfa

Willum Þór Þórsson (F):

Hæstv. forseti. Hér erum við að ræða um breytingartillögu sem snýr að því að fella niður toll af snakki sem ber tollnúmer 2005.2003. Það eru vissulega fleiri tollnúmer undir þegar kemur að vöru í þessum vöruflokki en tollar almennt skekkja hagræði utanríkisviðskipta og hér erum við að fylgja þeirri stefnu sem hæstv. ríkisstjórn og við finnum stað í því frumvarpi sem þetta mál heyrir til. Það er verið að fella niður tolla af fatnaði og skóm og fyrir ári felldum við niður almenn vörugjöld þannig að hér erum við alveg í takt við þá stefnu sem snýr að því að auka ráðstöfunargetu og kaupmátt í landinu.

Þetta mál er hluti af því, ég styð það og segi já.