145. löggjafarþing — 64. fundur,  20. jan. 2016.

ásakanir þingmanns.

[15:36]
Horfa

Birgitta Jónsdóttir (P):

Forseti. Ég vil fá að bera af mér sakir. Það sem hv. þm. Ásmundur Friðriksson gerði að umtalsefni er viðtal sem var tekið við mig þar sem ég bendi á að hagsmunir kunni að ráða för þegar kemur að því að tala máli útgerðarinnar. Maður þarf ekki að leita langt, ekki lengra aftur en til 26.1.2013, í rekstrarreikning um hverjir fjármagna prófkjör þingmanna Sjálfstæðisflokksins.

Maður bítur ekki í höndina sem fæðir mann. Ég bendi fólki á að hægt er að finna þetta með einfaldri leit og að þar er efstur á blaði hv. þm. Ásmundur Friðriksson með gríðarlega mikil fjárframlög frá útgerðinni.