145. löggjafarþing — 64. fundur,  20. jan. 2016.

verslun með áfengi og tóbak o.fl.

13. mál
[17:00]
Horfa

Þorsteinn Sæmundsson (F) (andsvar):

Hæstv. forseti. Það er vont að hafa bara eina mínútu, ég ætla að tala hratt.

Fyrst að efnahagslegum áhrifum. Ég las það í ræðu hv. þingmanns að hann hefði nokkrar áhyggjur af því að örfáar stórar verslunarkeðjur mundu gína yfir þessum markaði. Mig langar að spyrja hvort hann sé sammála mér í því að vörudreifing sem þessi í matvöruverslunum muni leiða til hækkunar á almennu matvöruverði þar sem það er dagljóst að ráða þarf eldra fólk til starfa o.s.frv. Þetta er númer eitt.

Önnur spurning er til hans sem gamals fjármálaráðherra. Það hefur komið fram, í umsögn verslunarfyrirtækja til nefndarinnar, að það sé ekki á færi verslunarinnar að skila áfengisgjaldi nema á tveggja mánaða fresti sem ÁTVR verður að gera tvisvar í mánuði. Mig langar að spyrja hv. þingmann sem gamlan fjármálaráðherra hvort þetta muni ekki allnokkru í sjóðsstreymi hjá ríkinu þar sem við erum þarna að tala um 500 til 800 milljónir hálfsmánaðarlega, sem yrðu á átta vikna fresti ef þetta nær fram að ganga.