145. löggjafarþing — 65. fundur,  21. jan. 2016.

afstaða stjórnarliða til sölu Landsbankans.

[11:52]
Horfa

Birgitta Jónsdóttir (P):

Forseti. Ég vil taka undir þau orð sem hér komu fram hjá hv. þm. Helga Hrafni Gunnarssyni. Það er svo mikilvægt, þegar við erum að ræða um svona stór og flókin mál, að við fáum að gera það þannig að maður upplifi að það komi eitthvað alvöru út úr því og maður geti náð utan um málaflokkinn. Ég vil jafnframt ítreka síendurtekna ósk okkar þingmanna Pírata um að nefndarfundir séu opnir og sér í lagi þegar við erum að fjalla um svona mál þannig að allir þingmenn geti notið góðs af því sem kemur fram á þeim fundum því það að geta tekið þátt í upplýstri umræðu um svo flókin mál eins og þetta er óumdeilt. Ég lít svo á að hér sé ég algerlega að fjalla um fundarstjórn forseta og óska eftir því að forseti beiti sér fyrir því að nefndarfundir séu að öllu jafnaði opnir.