145. löggjafarþing — 65. fundur,  21. jan. 2016.

veitingastaðir, gististaðir og skemmtanahald.

457. mál
[15:14]
Horfa

iðnaðar- og viðskiptaráðherra (Ragnheiður E. Árnadóttir) (S) (andsvar):

Virðulegur forseti. Já, það er réttur skilningur hjá þingmanninum, það er í raun ekki tekið á þessu. Fólkið sem er í þessu allt árið um kring og leigir út hluta af rými eða séreign er þá komið í flokk II sem er í raun gistiheimili og þarf að sækja um leyfi sem slíkt. Hérna náum við utan um þennan kima af viðfangsefninu. Ég vona svo sannarlega að þetta verði til þess. Þetta er kannski fyrsta tilraunin til þess að ná utan um þetta með einföldum hætti. Ég vona svo sannarlega að lögin, ef frumvarpið verður samþykkt, nái markmiðum sínum og við munum auðvitað hafa þau í náinni skoðun til þess að sjá hvort þau geri það. Það getur vel verið að atvinnuveganefnd sem fer yfir málið telji ástæðu til að skoða þessar flokkanir, eða, sem ég teldi mikilvægt, að við mundum líta til þess þegar reynsla er komin á það hvernig lögin virka.