145. löggjafarþing — 66. fundur,  25. jan. 2016.

heilbrigðiskerfið.

[15:24]
Horfa

Birgitta Jónsdóttir (P):

Forseti. Ég spurði hæstv. forsætisráðherra hvernig hann hygðist tryggja bráðaviðbrögð við neyðarástandi sem nú ríkir í heilbrigðiskerfi landsmanna og ég fékk ekki nein svör við því. Ég er alveg sammála og get alveg tekið undir allt það sem kom fram í ræðu ráðherrans um þær áherslur sem hann nefndi, en það kom ekki neitt svar við spurningu minni. Því óska ég eftir að í síðari ræðu svari hæstv. ráðherra mér.

Síðan langar mig að spyrja af hverju hæstv. ráðherra hugnast illa að ákveðnu hlutfalli landsframleiðslu verði varið í þennan málaflokk. Hvaða aðrar leiðir væru góðar sem mælikvarði til að tryggja að við hefðum hér heilbrigðiskerfi fyrir alla sem þurfa á því að halda þegar þeir þurfa á því að halda?