145. löggjafarþing — 67. fundur,  26. jan. 2016.

verslun með áfengi og tóbak o.fl.

13. mál
[16:52]
Horfa

Flm. (Vilhjálmur Árnason) (S) (andsvar):

Virðulegur forseti. Ég þakka hv. þingmanni fyrir ræðuna og yfirferð hennar í málinu. Hún gerði að umtalsefni frelsi, valfrelsi og annað. Mig langar í því ljósi að benda á sanngirnina í þessu og samræmið. Er það ekki orðið skrýtið að einu aðilarnir í samfélaginu, eða í þessu umhverfi kringum áfengið, sem mega ekki veita áfengi eða selja, eru verslunin og innlendir söluaðilar á netverslun. Það mega allir aðrir selja þetta hér, bæði einkaaðilar og hið opinbera, og veita á hinum ýmsu stöðum. Ef þeir hafa vínveitingaleyfi eða hafa starfsemi sína erlendis, þá er hægt að panta áfengið heim að dyrum þar. Hvað finnst þingmanninum um þetta? Er þetta ekki farið að verða svolítið öfugsnúið?