145. löggjafarþing — 69. fundur,  28. jan. 2016.

eftirfylgni með verkefnum gegn ofbeldi.

[10:58]
Horfa

Líneik Anna Sævarsdóttir (F):

Virðulegi forseti. Ég þakka hæstv. ráðherra svörin. Þær spurningar sem koma í framhaldinu frá mér, það er kannski verið að vinna svörin við þeim á eftir á þessum fundi, en mig langar nú samt að láta reyna á það.

Mig langar að fá frekari upplýsingar um hver sé forgangsröðin og hver viðfangsefnin séu. Hvað á að koma út úr samráðinu? Er verið að vinna verklagsreglur? Er verið að móta leiðir til þess að vinna út frá þörfum einstaklinga og fjölskyldna? Eða er eitthvað annað viðfangsefnið? Er allt tekið fyrir í einu eða er eitthvað sett í forgang? Er unnið með börnin eða ofbeldi í nánum samböndum eða netið og þá í einhverri ákveðinni röð eða er verið að vinna á öllum sviðum samtímis? (Forseti hringir.) Ég hef líka velt fyrir mér hvernig við, löggjafinn, fáum að fylgjast með.