145. löggjafarþing — 70. fundur,  1. feb. 2016.

verjendur í sakamálum.

[15:35]
Horfa

Helgi Hrafn Gunnarsson (P):

Virðulegi forseti. Ég spyr þá hæstv. innanríkisráðherra: Kemur ekki sterklega til greina að skoða þetta fyrirkomulag eða beina fyrirspurnum til tilheyrandi aðila um það hvaða reglur menn telja að eigi að gilda þarna og þá sömuleiðis hvort þetta stenst væntingar hæstv. ráðherra og Alþingis og fanga varðandi réttaröryggi fanga? Mér finnst vert að nefna það sérstaklega þar sem um er að ræða fanga. Ég nefnilega ekki viss um að menn búist við sömu kvörtunum frá öðru fólki þar sem hættan er sú í þessum málaflokki almennt að litið sé sjálfkrafa á fanga sem annars, þriðja eða fjórða flokks borgara sem eru varnarlausir gagnvart slælegum vinnubrögðum stjórnsýslunnar. Mér þætti vænt um að það fá á hreint frá ráðherra hvort hún muni standa að því að skoða þetta mál og afla þeirra (Forseti hringir.) upplýsinga sem þarf til að varpa ljósi á það.