145. löggjafarþing — 70. fundur,  1. feb. 2016.

verjendur í sakamálum.

[15:36]
Horfa

innanríkisráðherra (Ólöf Nordal) (S):

Virðulegi forseti. Það er grundvallaratriði fyrir okkur öll að gætt sé að réttaröryggi í landinu. Það á við um alla, það er enginn undanskilinn í því. Þannig að að sjálfsögðu munum við líka líta á það. Almennt um réttindi fanga og stöðu fanga, þá er það umræða sem við höfum tekið nokkuð hér á Alþingi. Núna, þegar við erum að tala almennt um aðbúnað fanga, liggur fullnustufrumvarpið til meðferðar í allsherjar- og menntamálanefnd.

Ég hef líka lýst ákveðnum sjónarmiðum sjálf hvað varðar framhaldið á slíkum hlutum, en ég vil ítreka það sem ég hef alltaf sagt að ég held að það sé mikilvægt að allar leikreglur séu mönnum skýrar og opinberar og sem opnastar. Það hefur kannski verið okkar sýn í ráðuneytinu að ganga lengra og lengra í því. Ég held að þessi málaflokkur sé ekki undanskilinn þegar að því kemur.