145. löggjafarþing — 73. fundur,  3. feb. 2016.

endurskoðun á slægingarstuðlum.

27. mál
[15:48]
Horfa

Flm. (Ásmundur Friðriksson) (S) (andsvar):

Virðulegi forseti. Ég þakka hv. þingmanni fyrir fyrirspurnina. Ég hef litið svo á að þeir mælingarpunktar sem Landhelgisgæslan notar á þessa staði væru notaðir. Þetta eru líka gamlir punktar, voru notaðir í kvótauppfærslu á sínum tíma þannig að þetta eru fornar mælistikur. Í meðförum nefndar þyrfti kannski að hnykkja aðeins betur á því hvaða punkta um er að ræða. Það þyrfti kannski að setja hnitin inn í greinargerðina.