145. löggjafarþing — 76. fundur,  16. feb. 2016.

félagsþjónusta sveitarfélaga.

458. mál
[15:56]
Horfa

Páll Valur Björnsson (Bf) (andsvar):

Virðulegi forseti. Já, eins og hefur komið fram í máli mínu og annarra þingmanna þá má kannski gera þetta jákvæðara, hafa frekar umbunakerfi. Það er jákvæð skilyrðing að umbuna fólki frekar en að hóta því skerðingum. Í staðinn ætti kannski að nota umbunakerfi. Ég held að það væri eitt af því sem við gætum gert til að gera þetta jákvæðara, svo að við notum það orð einu sinni enn. Það er mikið atriði að þetta séu jákvæðar skilyrðingar ef hægt er að nota það orð, að þetta sé frekar notað sem jákvæður hvati til að koma fólki til að hjálpa sér sjálft og fara út á vinnumarkaðinn, eða að ungt fólk fari í nám. Já, ég held að við ættum alveg að geta gert eitthvað í þá áttina.