145. löggjafarþing — 77. fundur,  17. feb. 2016.

um fundarstjórn.

[15:41]
Horfa

Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir (Sf):

Virðulegi forseti. Ég verð bara að leiðrétta ummæli hæstv. forseta. Ég óskaði ekki eftir því að taka til máls um fundarstjórn forseta til að leiðrétta þessi ummæli. Ég óskaði eftir því við ritara forsetaskrifstofu strax í gær að fá að leiðrétta þau. Ég fékk ekki svar og bað þar af leiðandi um orðið undir liðnum störf þingsins í morgun og lét fylgja þau skilaboð að það væri vegna leiðréttingar sem ég vildi koma á framfæri.

Mér var hins vegar sagt að ég yrði að biðja um orðið um fundarstjórn forseta ef ég ætlaði að koma þessari leiðréttingu á framfæri þannig að það var annar þingmaður sem slapp í ræðustól undir liðnum um störf þingsins til að koma henni á framfæri í minn stað. Og það harma ég, mér fannst það ekki viðeigandi.