145. löggjafarþing — 77. fundur,  17. feb. 2016.

sjúkratryggingar og lyfjalög.

228. mál
[15:44]
Horfa

Ragnheiður Ríkharðsdóttir (S) (um atkvæðagreiðslu):

Virðulegur forseti. Ég var framsögumaður nefndarálits fyrir hönd velferðarnefndar sem allir fulltrúar velferðarnefndar eru á, hv. 4. þm. Norðaust. Steingrímur J. Sigfússon með fyrirvara, og í þessari ágætu nefnd náðist mikil og góð samstaða um frumvarpið og breytinguna sem lögð er til. Fyrir hönd nefndarinnar óska ég eftir því að hv. þingmenn greiði frumvarpinu og þessari breytingu atkvæði sitt í ljósi þess hversu vel var að verki staðið og nefndin samtaka.