145. löggjafarþing — 77. fundur,  17. feb. 2016.

sjúkratryggingar og lyfjalög.

228. mál
[15:47]
Horfa

Sigríður Ingibjörg Ingadóttir (Sf) (um atkvæðagreiðslu):

Hæstv. forseti. Við í Samfylkingunni styðjum bæði frumvarpið og breytingartillöguna. Nú er uppi í samfélaginu hávært ákall um aukið fjármagn til heilbrigðismála. Það er lífsnauðsynlegt fyrir íslenskt heilbrigðiskerfi að við aukum fjármuni inn í kerfið.

Við styðjum þá breytingartillögu sem hér er gerð vegna brýningar landlæknis sem hefur miklar áhyggjur af því ástandi sem uppi er í íslensku heilbrigðiskerfi og er þá mikilvægt að ráðherra geti gripið til þess að takmarka fjárstreymi sem kann að skapast og stjórni þar með forgangsröðun fjármuna inn í heilbrigðiskerfið.

Ég vil nota tækifærið og brýna ríkisstjórnarflokkana til þess að verða við ákalli landsmanna og bæta fjármunum inn í íslenskt heilbrigðiskerfi. (Gripið fram í: Heyr, heyr.)