145. löggjafarþing — 78. fundur,  18. feb. 2016.

söluferli Borgunar.

[10:36]
Horfa

Svandís Svavarsdóttir (Vg):

Forseti. Ég þakka hæstv. ráðherra fyrir svörin svo langt sem þau náðu. Ég spyr aftur: Er það ekki rétt að stærsta klúðrið hafi verið þegar Landsbankinn ákvað að setja söluna á eignarhlut sínum ekki í opið ferli?

Og ég spyr enn og aftur: Af hverju gekk hæstv. fjármálaráðherra ekki þá fram fyrir skjöldu með okkur sem gerðum kröfu um að það yrði rannsakað og að þetta yrði opið? Af hverju gerði ráðherrann það ekki á sínum tíma ? Fyrir ári var kallað eftir því og ráðherrann varð ekki við því þá.

Hæstv. ráðherra talar um að ábyrgðin liggi ekki hjá honum. Hann vill ekki að hún liggi hjá sér. Ég spyr: Hver ber pólitíska ábyrgð á því klúðri sem Borgunarmálið var sannarlega og fyrirliggjandi? Hver ætlar að axla ábyrgð á klúðrinu?