145. löggjafarþing — 78. fundur,  18. feb. 2016.

fullgilding stofnsamnings um Innviðafjárfestingabanka Asíu.

436. mál
[14:06]
Horfa

Frsm. meiri hluta utanrmn. (Hanna Birna Kristjánsdóttir) (S) (andsvar):

Virðulegur forseti. Ég þakka spurningarnar. Auðvitað er það þannig og það er engin tilraun gerð til þess að draga fjöður yfir það þegar nefnt er hversu hátt stofnframlagið er og síðan gerð grein fyrir því hvernig það kemur fram í samningunum, að 4/5 hlutar séu svokallað innkallanlegt stofnfé en ekki eitthvað sem við greiðum beint út. Það hefur engin áhrif á það að talan liggur alveg fyrir. Það er talað um þetta stofnframlag en einungis hluti af því kemur til greiðslu. Þetta er alþekkt í samskiptum og samvinnu þjóða er varðar alþjóðlegar stofnanir.

Varðandi þróunarsamvinnuna þá liggur það ekki fyrir, og það kom til dæmis fram í bréfi frá Félagi Sameinuðu þjóðanna hér á landi, hvort DAC muni meta þetta sem þróunaraðstoð eður ei. Ísland mun ekki taka sjálfstæða ákvörðun um að skilgreina þetta sem þróunaraðstoð nema það komi til að DAC ákveði að þetta skuli skilgreinast sem þróunaraðstoð. Það á þá við um öll önnur ríki og öll hin ríkin sem eiga aðild að málinu. En engin slík ákvörðun liggur fyrir og það er ekki þannig að Ísland leggi málið þannig upp að þetta sé hluti af þróunarframlagi okkar.

Það kom hins vegar kom fram á fundum nefndarinnar að DAC muni skoða hvort þetta skuli skilgreinast sem þróunarframlag að hluta eða öllu leyti.