145. löggjafarþing — 78. fundur,  18. feb. 2016.

fullgilding stofnsamnings um Innviðafjárfestingabanka Asíu.

436. mál
[14:07]
Horfa

Valgerður Bjarnadóttir (Sf) (andsvar):

Virðulegi forseti. Ég þakka svarið. Ég skil að DAC mun skera úr um hvort þetta teljist til þróunarverkefna eða ekki og það eigi ekki aðeins við um okkur heldur einnig um aðrar þjóðir. Það sem ég vil leggja áherslu á er að verði það svo að þetta framlag teljist til þróunarsamvinnu þá séu þetta nýir peningar, viðbótarpeningar, en þeir ekki teknir af þeim áætlunum sem hafa verið samþykktar hér og á eftir að leggja fram um þróunarsamvinnu í þeim anda sem hún hefur verið hingað til. Ég vil leggja áherslu á að þetta verði viðbótarfé ef DAC leyfir að þetta verði talið til þróunarsamvinnu.