145. löggjafarþing — 78. fundur,  18. feb. 2016.

fullgilding stofnsamnings um Innviðafjárfestingabanka Asíu.

436. mál
[14:08]
Horfa

Frsm. meiri hluta utanrmn. (Hanna Birna Kristjánsdóttir) (S) (andsvar):

Virðulegur forseti. Ég tek undir það með hv. þingmanni að ef DAC ákveður að þetta verði að hluta eða öllu leyti skilgreint fyrir öll ríkin sem framlag sem getur talist til þróunaraðstoðar þá sé það viðbót. Ég held að við gerum ekki það vel í þeim málum að við eigum að fara að klípa það af öðru fjármagni, enda er málið lagt allt öðruvísi upp. Málið er í grundvallaratriðum ekki lagt upp sem þróunaraðstoð heldur þátttaka í Innviðafjárfestingabanka Asíu sem meðal annars hefur hagsmuni okkar að leiðarljósi. Sú fjárfesting á að miða við það. Ég get því ekki annað en tekið undir þetta. Það liggur auðvitað ekki fyrir hvaða afstöðu DAC mun taka en ég tek undir það með hv. þingmanni að þá ættum við að líta á þetta sem viðbót en ekki klípa það af því sem fyrir er.