145. löggjafarþing — 79. fundur,  23. feb. 2016.

kjaradeila í álverinu í Straumsvík.

[13:37]
Horfa

Árni Páll Árnason (Sf):

Virðulegi forseti. Ég fagna því stutta svari hæstv. forsætisráðherra en bið hann samt um frekari áréttingu á því. Fyrirtækið skýlir sér bak við það að það sé ekki bundið af öðru en því að semja við sína viðsemjendur. Það brýtur samstöðu áratugahefðar á íslenskum vinnumarkaði, það kemur í veg fyrir að SALEK-samkomulagið, sem hæstv. forsætisráðherra hefur hrósað í hástert, geti virkað. Mun hæstv. forsætisráðherra taka málið upp við forsvarsmenn fyrirtækisins, taka málið upp við Samtök atvinnulífsins og koma á framfæri mótmælum stjórnvalda við þessari framgöngu?