145. löggjafarþing — 79. fundur,  23. feb. 2016.

fullgilding stofnsamnings um Innviðafjárfestingabanka Asíu.

436. mál
[14:13]
Horfa

Steinunn Þóra Árnadóttir (Vg) (um atkvæðagreiðslu):

Hæstv. forseti. Við í Vinstri hreyfingunni – grænu framboði getum ekki staðið að samþykkt þessa máls. Það er ýmislegt um markmiðin með stofnaðild Íslands að Innviðafjárfestingabanka Asíu sem er að okkar mati óljóst og jafnvel mótsagnakennt. Síðast en ekki síst vil ég undirstrika það að ég tel alveg gríðarlega mikilvægt að hvernig svo sem þróunarsamvinnunefnd OECD, DAC, mun líta á þessi stofnframlög þá má aldrei neitt verða til þess að skerða hefðbundna tvíhliða þróunarsamvinnu milli Íslands og annarra ríkja. Við munum því ekki standa að þessu máli.