145. löggjafarþing — 79. fundur,  23. feb. 2016.

fullgilding stofnsamnings um Innviðafjárfestingabanka Asíu.

436. mál
[14:19]
Horfa

Hanna Birna Kristjánsdóttir (S) (um atkvæðagreiðslu):

Virðulegur forseti. Ég styð málið og vil þakka fyrir góða umræðu sem við áttum um það í hv. utanríkismálanefnd. Þó að við getum auðvitað tekist á um það nákvæmlega hvernig þetta mál er til komið og hvaða vonir og væntingar við höfum til þess held ég að þeim spurningum sem hér var rætt um áðan hafi verið svarað. Ég held að það hafi alveg verið ljóst.

Fyrst og síðast óskaði ég þó eftir að taka til máls til að árétta það sem síðar hefur komið fram, líka í máli hæstv. utanríkisráðherra. Ég sagði í umræðunni hér á fyrri stigum að ekki væri miðað við að þetta væri fjármagn sem yrði tekið af fjármagni sem annars ætti að fara til þróunaraðstoðar. Það er óháð því hvernig DAC mun meta það, hvort þetta er fjármagn sem telja má til slíkra verkefna eða ekki, að þá var þetta hugsað sem viðbót en ekki hluti af okkar framlagi.