145. löggjafarþing — 81. fundur,  29. feb. 2016.

framlög í Aldarafmælissjóð Háskóla Íslands.

212. mál
[15:48]
Horfa

forsætisráðherra (Sigmundur Davíð Gunnlaugsson) (F):

Virðulegur forseti. Mér finnst hv. þingmaður heldur oftúlka það sem ég sagði. Ég var einfaldlega að benda á að vinnan í þeim starfshópi sem hv. þingmaður spurði sérstaklega um væri í gangi og þar væri unnið að aukinni samþættingu og, eins og ég gat um í lokin, að þegar það lægi fyrir yrði skoðað sérstaklega hvernig Aldarafmælissjóðurinn, sem snýr eingöngu að Háskóla Íslands, rúmaðist best innan markmiða um heildareflingu kerfisins. Flóknara er þetta nú ekki, virðulegur forseti. Allar yfirlýsingar um að verið sé að slá eitthvað af eiga ekki rétt á sér. Þvert á móti er í raun verið að útvíkka þessa vinnu með því að skoða um leið stöðu annarra háskóla og með hvaða hætti megi líka efla þá.