145. löggjafarþing — 81. fundur,  29. feb. 2016.

vinnuheimilið að Kleppjárnsreykjum o.fl.

248. mál
[16:00]
Horfa

forsætisráðherra (Sigmundur Davíð Gunnlaugsson) (F):

Virðulegur forseti. Ég ítreka niðurlag svars míns áðan um að ég telji eðlilegra að skoða hvernig best megi haga skoðun á þessum málum í heild sinni. Hér erum við komin 75 ár aftur í tímann. Það verður að segjast eins og er að ýmislegt sem gert var á þeim tíma varðandi uppeldismál, fangelsismál, meðferðarmál o.s.frv. er allt öðruvísi en við teljum ásættanlegt í dag. Þar af leiðandi teldi ég ekki æskilegt að við einskorðuðum okkur við eitt tiltekið mál heldur reyndum frekar að meta hvernig best væri að haga heildarskoðun á þessum málum almennt.