145. löggjafarþing — 81. fundur,  29. feb. 2016.

markmið verkefnisins Ísland 2020 -- sókn fyrir atvinnulíf og samfélag.

350. mál
[16:29]
Horfa

Lilja Rafney Magnúsdóttir (Vg):

Herra forseti. Það mátti skilja á orðum hæstv. forsætisráðherra áðan að það væri engin þörf fyrir sóknaráætlunina Ísland 2020 — sókn fyrir atvinnulíf og samfélag, hún væri úrelt og engin þörf fyrir það verkefni lengur og tíundaði ráðherra hvers vegna það væri. Við sem hittum fólk úti um allt land reglulega og heyrum viðhorf þess gagnvart því átaki höfum allt aðra sögu að segja. Það er mjög undarlegt að forsætisráðherra tali á þennan veg vegna þess að þetta verkefni var ekki sett af stað í hans tíð. Það er auðvitað mjög mikil þörf á því að halda áfram með verkefni sem falla undir sóknaráætlun landshluta, sem forsætisráðherra hefur reynt að eyðileggja og vanfjármagna algerlega. Það sýnir hver hugur Framsóknarflokksins er til uppbyggingar á landsbyggðinni. Framsóknarflokkurinn vill skammta (Forseti hringir.) úr hnefa og hreykja sér fyrir en ekki vinna faglega eftir áætlunum eins og hér er verið að tala um.