145. löggjafarþing — 84. fundur,  2. mars 2016.

kostnaðarþátttaka sjúklinga.

[15:19]
Horfa

heilbrigðisráðherra (Kristján Þór Júlíusson) (S):

Virðulegi forseti. Ég þakka hv. þingmanni fyrirspurnina. Það er hárrétt sem hún nefnir hér, ég setti á laggirnar þverpólitíska nefnd undir forustu Péturs heitins Blöndals sem skilaði tillögum fyrir rúmu ári. Frá þeim tíma hefur verið unnið að smíði frumvarpsins í ráðuneytinu og það er í kostnaðarmati. Ég geri ráð fyrir því að það verði lagt fram í þessum mánuði.