145. löggjafarþing — 84. fundur,  2. mars 2016.

fullnusta refsinga.

332. mál
[15:44]
Horfa

Helgi Hrafn Gunnarsson (P):

Virðulegi forseti. Við í minni hlutanum höfum lagt fram breytingartillögu þar sem við teljum að gæsluvarðhaldsfangar eigi ekki að vera vistaðir með afplánunarföngum á þeim forsendum að fólk skal talið saklaust uns sekt er sönnuð. Þetta er samkvæmt umsögn sem kom til allsherjar- og menntamálanefndar.